Óttast er að aukin átök brjótist út fyrir botni miðjarðarhafs eftir að einn af leiðtogum Hamas var ráðinn af dögum í Íran í nótt. Stjórnvöld í Íran segja það skyldu sína að hefna fyrir dauða hans.
Rólegt hefur verið yfir skjálftavirkni á Reykjanesskaga og staðan er svipuð og hún var í gær. Gist var í nokkrum tugum húsa í Grindavík í nótt þótt lögreglan mæli eindregið gegn því.
Síðasti starfsdagur Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands er í dag. Hann hefur boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum eftir hádegi þar sem hann kveður ríkisstjórnina formlega.
Átta lögreglumenn eru alvarlega slasaðir eftir óeirðir í borginni Southport í Englandi í gær. Óeirðirnar hófust eftir orðróm um uppruna ungs manns sem varð þremur börnum að bana í borginni á mánudag.
Íslenski makrílflotinn er allur farinn til veiða í Síldarsmugunni eftir fjögurra vikna veiði í íslensku lögsögunni Um sólarhrings sigling er á miðin í Smugunni.
Varaformaður íslenskrar málnefndar kallar eftir metnaði gagnvart þjóðtungunni í viðskiptalífinu. Það gangi ekki að uppgjör fyrirtækja séu einungis birt á ensku.
Fyrsta lundapysja ársins er fundin í Vestmannaeyjum – nokkuð fyrr en venjulega. Þjóðhátíðargestir eru beðnir um að hafa augun opin fyrir pysjum í Herjólfsdal um helgina.