Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 26. október 2025

Formaður Félags fasteignasala segir með því draga úr framboði á verðtryggðum íbúðalánum verið koma í veg fyrir stór hópur fólks geti keypt sér fasteign. Þetta dæmi sem gangi ekki upp.

Donald Trump bandaríkjaforseti og Xi Jinping forseti Kína funda í Suður-Kóreu á fimmtudag, í fyrsta sinn síðan Trump tók við embætti öðru sinni.

30 ár eru í dag frá einum af mannskæðustu náttúruhamförum í sögu landsins þegar 20 manns fórust á Flateyri 1995 eftir snjóflóð féll á bæinn. Minningarathafnir verða haldnar bæði á Flateyri og í Kópavogi í dag.

Lögreglan í Frakklandi hefur handtekið tvo karlmenn vegna ránsins á Louvre safninu. Líklegt er talið skartgripirnir sem mennirnir rændu séu þegar ónýtir.

Þingkosningar í Argentínu í dag eru prófsteinn fyrir Javier Milei, forseta landsins. Takist honum auka þingstyrk sinn verður auðveldara fyrir hann koma róttækum stefnumálum sínum í gegnum þingið.

Vetrartími tók gildi í flestum löndum Evrópu í nótt. Við það minnkar tímamunurinn á milli Íslands og meginlands Evrópu.

Frumflutt

26. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,