Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 2. maí 2025

Maður sem er grunaður um hafa svipt ferðamann frelsi sínu hefur verið metinn hættulegur sjálfum sér og öðrum. Lögmaður hans segir hann hafa verið úrskurðaðan í gæsluvarðhald á læknisfræðilegum forsendum og réttargæslukerfið þannig misnotað. Ferðamaðurinn hringdi sjálfur í lögreglu.

Sjálfboðaliðasamtök saka Ísraelsher um árás á skip hlaðið hjálpargögnum. Skipið var á siglingu á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Möltu, með hjálpargögn fyrir stríðshrjáða íbúa Gaza.

Reykjavíkurborg var rekin með rúmlega tíu milljarða króna afgangi í fyrra. Borgarstjóri, sem tók við á þessu ári, segir nýr meirihluti stefni ekki á miklar breytingar í rekstri. Svigrúm til aukinna útgjalda lítið.

Kári Stefánsson stofnandi Íslenskrar erfðagreiningar hefur látið af störfum sem forstjóri samkvæmt tilkynningu líftæknifyrirtækisins Amgen, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar. Tveir starfsmenn fyrirtækisins til margra ára taka við stjórnun þess.

Næst stærsti flokkurinn á þýska þinginu er kominn á lista þýsku leyniþjónustunnar yfir öfgasamtök. Skrásetningin veitir stofnuninni leyfi til þess hlera samskipti flokksmanna.

Skólastjóri Rafmenntar segist telja nafn Kvikmyndaskólans hafi fylgt þrotabúi skólans sem Rafmennt keypti. Stofnandi skólans segist ekki munu hika við lögsækja félagið verði nafnið notað.

Lokið verður við göngustígakerfi og útsýnispalla við Stuðlagil Grundarmegin í sumar. Með framkvæmdunum næst vonandi loks stýra því hvernig ferðamenn fara þar um en þar er víða fallhætta og sár eftir troðning.

Frumflutt

2. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,