Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 23. október 2024

minnsta kosti tíu börn hafa veikst í leikskóla í Reykjavík þar sem e-coli sýking hefur verið staðfest. Sóttvarnarlæknir segir hópsýkinguna alvarlega - þrjú börn hafa verið lögð inn á spítala.

Það stefnir í verkföll kennara á þriðjudag. Félagsdómur dæmdi í morgun verkfallsboðanir þeirra löglegar. Formaður Kennarasambandsins segir deilendum beri mikið í milli.

Rússlandsforseti segir til greina komi leiðtogar BRICS ríkjanna, þar á meðal Kína og Indlands, hlutist til um friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna tekur þátt í leiðtogafundi BRICS-ríkja sem hófst í Rússlandi í dag.

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna hafa þungar áhyggjur af því ef stjórnvöld í Ísrael banna starfsemi UNRWA, Palestínuflóttaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna á Vesturbakkanum og Gaza. Slíkt myndi bitna á hundruðum þúsunda almennra borgara og mögulega vera brot á alþjóðalögum.

Stuðlar voru opnaðir á í hádeginu, þeim var lokað eftir brunann á laugardaginn. Börn og ungmenni sem þar voru vistuð eru komin þangað aftur.

Frumflutt

23. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,