Vonir hafa glæðst um að samið verði um frið í Úkraínu. Bandaríkjaforseti virðist hafa sannfært forseta Rússlands og Úkraínu um að hittast á fundi á næstunni.
Forsætisráðherra segir að friðarsamkomulag þurfi að fela í sér skýr skilaboð um fælingu enda sýni sagan að Rússum sé ekki treystandi.
Fiskistofa sendir norska kafara í Haukadalsá á Vesturlandi í dag í leit að löxum sem gætu átt uppruna í sjókvíaeldi. Einn slíkur lax veiddist á Norðurlandi í gær.
Spenna hefur verið að byggjast upp í Brennisteinsfjöllum suður af höfuðborgarsvæðinu. Hún mun á endanum leiða af sér skjálfta, sem gæti orðið allt að 6,4 að stærð.
Hraði landriss undir Svartsengi er svipaður og fyrir síðasta gos. Sérfræðingar Veðurstofunnar telja að gosið gæti aftur á næstu mánuðum.
Framkvæmdastjóri fyrirtækis sem kvartaði undan viðskiptaháttum Landsvirkjunar á raforkumarkaði, telur að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins skapi betri forsendur fyrir samkeppni.
Yfir sextíu tjónatilkynningar hafa borist tryggingarfélögunum vegna úrhellisrigningar á suðvesturhorninu á föstudag.
Aldrei hafa fleiri verið í þjónustu hjá starfsendurhæfingarsjóðnum VIRK. Nýjar umsóknir hafa aukist um átján prósent frá sama tíma í fyrra.
113 ára gömul kirkja í nyrstu borg Svíþjóðar verður flutt fimm kílómetra á nýjan stað. Ferðin tekur tvo daga og var fleiri ár í undirbúningi.