Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 10. febrúar 2024

Margir dagar gætu liðið þar til heitt vatn kemst á Suðurnes. Hitaveitulögn rofnaði undir hrauninu í gærkvöld. hjáveitulögn verður lögð yfir hraunið sem myndaðist á fimmtudag. Óvíst er hve marga daga það tekur. Suðurnesjamenn eru beðnir um fara sparlega með rafmagn.

Kaup ríkisins á eignum í Grindavík eru léttir fyrir íbúa segir bæjarstjóri. Hagfræðingur segir áhrifin á ríkissjóð ættu ekki vera mikil en aðgerðir gætu valdið spennu á fasteignamarkaði.

Verðmætabjörgun hófst á í Grindavík í dag. Ein fjölskylda lenti í vandræðum með sækja hey fyrir sauðfé sem bjargað var úr bænum.

Formaður VR segir viðræðum verkalýðshreyfingarinnar við Samtök atvinnulífsins hafi verið slitið vegna þess SA hafi ekki fallist á forsenduákvæði í fjögurra ára kjarasamningi. Hann útilokar ekki næst þegar sest verður samningaborðinu leggi verkalýðshreyfingin fram aðrar kröfur.

Ísraelsmenn hafa hert árásir sínar á borgina Rafah í suðurhluta Gaza, eftir herinn fékk skipun um undirbúa rýmingu borgarinnar. Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið vara við afleiðingum slíks hernaðar.

Frumflutt

10. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,