Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 9. maí 2025

Héraðssaksóknari segist ekki sjá tilefni til afsagnar, vegna umfangsmikils gagnaþjófnaðar frá embættinu.

Saksóknari fer fram á sjö til átta ára fangelsisdóm í alvarlegu árásarmáli á Vopnafirði. Maðurinn hefur verið metinn sakhæfur.

Þingmenn hafa rætt veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra í þrjátíu klukkustundir. Forseti Alþingis segir starfsáætlun þingsins í uppnámi. Mögulega þarf fjölga þingfundadögum í vor.

Rússlandsforseti fullyrti í ræðu á Rauða torginu í morgun allir Rússar styddu hernaðinn í Úkraínu. Á þriðja tug þjóðarleiðtoga og norðurkóreskir embættismenn eru í Moskvu til minnast þess áttatíu ár eru frá því stríðsátökum í Evrópu í seinni heimsstyrjöld lauk.

ríkisstjórn Friedrichs Merz Þýskalandskanslara hefur aukið eftirlit á landamærum Þýskalands og ætlar vísa flóttafólki frá. Merz segir þetta gert í samræmi við evrópskar reglur og í samstarfi við nágrannaríkin, sem þó hafa gert athugasemdir.

Karlalandslið Íslands í fótbolta mætir Georgíu í lokaleik undankeppni EM 2026 á sunnudag. Bæði lið eru þegar örugg með sæti sín á Evrópumótinu en landsliðsþjálfarinn segir ekkert annað en sigur koma til greina á heimavelli.

Frumflutt

9. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,