Yfirborð Hvítár í Borgarfirði hefur hækkað síðan í gær vegna jökulhlaups úr Hafrafellslóni. Áin er gruggug og úfin en er ekki farin yfir bakka sína.
Ný jökullón eins og Hafrafellslón - sem nú hleypur úr, myndast samfara loftslagsbreytingum. Vakta þarf vel þær gríðarlegu náttúrufarsbreytingar sem eru að verða - segir fagstjóri á Veðurstofunni.
Suðurkóreskir hermenn skutu í morgun viðvörunarskotum í átt að norðurkóreskum hermönnum sem fóru yfir víggirt landamæri ríkjanna. Norður-Kóreumenn segja þetta skapa hættu á stjórnlausri spennu milli ríkjanna.
Ghislaine Maxwell, samverkakona kynferðisglæpamannsins Jeffrey Epstein segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi komið vel fram gagnvart sér og öðrum konum. Trump hefur sætt mikilli gagnrýni vegna áralangra tengsla sinna við Epstein.
Tugir þúsunda undirskrifta hafa safnast á lista þar sem láni Bayeux-refilsins er mótmælt. Til stendur að lána þessa þjóðargersemi Frakka til breska þjóðminjasafnsins á næsta ári.
Menningarnótt í Reykjavík verður sett í hádeginu.
Metfjöldi skráði sig til þátttöku í Reykjavíkurmaraþonið í ár, yfir sautján þúsund mannstóku þátt frá 97 löndum. Hlauparar hafa safnað yfir 300 milljónum króna til góðra málefna.
Portúgalinn José Souse var fljótastur í Reykjavíkurmaraþoninu annað árið í röð. Dina Aleksandrova frá Rússlandi setti brautarmet í kvennaflokki.