Sérstakur saksóknari gerði samning við ráðgjafafyrirtækið PPP, sem er til rannsóknar vegna umfangsmikils gagnaþjófnaðar, um sérfræðiráðgjöf á sviði rannsókna árið 2012. Saksóknarinn segist hafa þurft að gera samninginn til að tryggja framvindu stórra rannsókna.
Samningar um Vopnahlé hafa náðst milli Indlands og Pakistan. Vopnahléð tekur gildi þegar í stað.
Auka þingfundur vegna fyrstu umræðu um veiðigjöld stendur yfir á Alþingi. Þingmenn minnihlutans hafa lýst óánægju með fjarveru ráðherra í þingsal.
Forsætisráðherrar Bretlands og Póllands, auk Frakklandsforseta og Þýskalandskanslara, funduðu með Úkraínuforseta í morgun um leiðir til að þrýsta á Rússa að samþykkja vopnahlé. Rússar skeyta litlu um hótanir um þyngri refsiaðgerðir.
Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þurfa að aðlagast nýjum veruleika og undirbúa sig undir að takast á við afleiðingar eldhræringa. Þetta kemur fram í hættumati sem almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins kynnir sveitar- og bæjarstjórnum þessa dagana.
Ísland er í fyrsta sæti á Lífskjaralista Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna og hefur hækkað um tvö sæti. Noregur og Sviss eru í öðru og þriðja sæti listans.
Valur mætir spænska liðinu Porriño í fyrri úrslitaleik Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta í dag.