Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 10. febrúar 2025

Lítil bjartsýni er hjá samningamönnum ríkis, sveitarfélaga og kennara sem koma saman aftur í dag. Formaður Kennarasambandsins segir fleiri aðgerðir ekki útilokaðar.

Aðalmeðferð í morðmáli hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hjónum var ráðinn bani í Neskaupsstað í sumar. Vitni lýsa erfiðri aðkomu og blóðugum vettvangi.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins segir koma til greina mynda meirihluta til vinstri; mikil samstaða innan flokksins um starfa ekki með Sjálfstæðisflokki.

Bandaríkjaforseti boðar tuttugu og fimm prósenta toll á stál- og álvörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna, aðallega frá Kanada og Mexíkó. Tollarnir hafa ekki áhrif á álframleiðslu hér segir framkvæmdastjóri Samáls.

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, flytur sína fyrstu stefnuræðu í kvöld.

Vatn flæddi inn í fjögur hús á Stöðvarfirði í óveðrinu á fimmtudag og eitt þeirra er óíbúðarhæft. Laga þarf grjótvörn við skólann sem vatnsflaumur gróf í sundur og Veðurstofan telur bæta þurfi ofanflóðavarnir.

Hlutabréf í Sýn lækkuðu um rúmlega 16 prósent við opnun markaða í morgun.

Tugir ökumanna lentu í vandræðum á Hellisheiði í morgun. Þar eru holur og skemmdir vegna umhleypinga síðustu daga.

Frumflutt

10. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,