Þjóðarleiðtogar stærstu Evrópuríkja koma saman á neyðarfundi í París á morgun. Útlit er fyrir að Bandaríkjastjórn ætli ekki að hafa Evrópu með í ráðum, komi til viðræðna við Rússa um frið í Úkraínu
Veðurstofan segir að kominn sé tími á stóran skjálfta í Brennisteinsfjöllum og hvetur fólk til að kynna sér viðbrögð og varnir vegna jarðskjálfta. Skjálfti, tveir komma átta, að stærð, fannst á höfuðborgarsvæðinu í morgun.
Stefnt er að því að ljúka meirihlutaviðræðum í Reykjavík í næstu viku. Oddviti Vinstri grænna segir mjög góðan gang í viðræðunum, þó staðan sé þröng í ljósi þess að aðeins ár er eftir af kjörtímabilinu.
Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch spáir því að verðbólgan haldi áfram að hjaðna og verði um þrjú komma fimm prósent á þessu ári
Rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní var minnst við leiði hans í Moskvu í dag og víðar um Evrópu sömuleiðis. Ár er í dag frá andláti hans í öryggisfangelsi í Síberíu.
Félag eldri borgara í Norðurþingi ætlar að handgera fimmtíu mjúkdýr fyrir börn sem þurfa að leita læknis á Húsavík á árinu.
Martin Hermannsson snýr aftur í íslenska landsliðið í körfubolta sem mætir Ungverjalandi og Tyrklandi í lokaleikjum undankeppni EM í næstu viku. Sigur í öðrum hvorum leiknum tryggir Íslandi sæti á EM í fyrsta sinn í átta ár.