Útflutningur frá Íslandi til Bandaríkjanna hefur dregist saman um fjörutíu prósent frá í fyrra. Hagfræðingur segir þetta beina afleiðingu af tollastefnu Bandaríkjaforseta.
Tveir karlmenn sem voru handteknir í Bretlandi í morgun fyrir að stinga að minnsta kosti tíu manns um borð í lest eru ekki grunaðir um hryðjuverk. Tvö fórnarlambanna eru enn í lífshættu.
Formaður velferðarnefndar Alþingis segir ekki ásættanlegt að ólögleg veðmálastarfsemi fái að þrífast hér á landi. Sjálfri hugnast henni ekki að hún verði heimiluð en hún segir málið nú í höndum dómsmálaráðherra.
Trump Bandaríkjaforseti hótar að senda herlið til Nígeríu verði dráp á kristnu fólki í landinu ekki stöðvuð.
Stórfelld áform Færeyinga um Suðureyjagöng fyrir jafnvirði um hundrað milljarða króna gætu verið í uppnámi, eftir að landsbankastjóri Færeyja hvatti til að þau yrðu lögð á hilluna, enda væru þau allt of dýr.
Sex sjö var valið orð ársins hjá stærstu ensku orðabókinni á netinu. Forsvarsmenn hennar skilja samt ekki hvað það þýðir.