Frumvarp um veiðigjald fer í lokaatkvæðagreiðslu á Alþingi eftir hádegi. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna segir að lýðræðið hafi verið fótum troðið til að koma málinu í gegn.
Strandveiðar verða stöðvaðar í vikunni ef ekki verður bætt við aflaheimildum. Formaður Landssambands smábátaeigenda vill nýta ónýttar heimildir byggðakvóta sem hafa undanfarið færst milli ára.
Formenn fagstétta í heilbrigðiskerfinu krefjast þess að brugðist verði við svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um stöðu Landspítalans. Setja þurfi mönnun í forgang og auka fjármagn.
Írska lögreglan ræddi við 60 manns á Íslandi við rannsókn á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni fyrir rúmlega sex árum. Unnið er úr upplýsingum sem þar komu fram.
Forseti Frakklands hyggst stórauka fjárframlög til varnarmála í landinu. Ekki hafi steðjað meiri ógn að öryggi Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar.
Breska veðurstofan segir að öfgar í veðri séu komnar til að vera. Úrkoma á Englandi í fyrravetur var sú mesta í 250 ár og vorið það heitasta frá upphafi mælinga.
Spáð er miklum hlýindum víða á landinu í dag og mest 28 stiga hita á Suðurlandi.
Riðlakeppni Evrópumótsins í fótbolta lauk í Sviss í gærkvöld. Frakkland og England nældu í síðustu tvö sætin í átta liða úrslitum sem Þau hefjast á miðvikudag.