Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 2.mars 2025

Reynt verður blása lífi í friðarvonir í Úkraínu á leiðtogafundi í London í dag. Forsætisráðherra Bretlands vinnur áætlun um stríðslok í samvinnu við Frakka.

Atkvæðagreiðsla í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins hófst í morgun. Niðurstöður ættu liggja fyrir í hádeginu.

Vopnahlé á Gaza hangir á bláþræði. Fyrsta áfanga þess er lokið og næsti átti hefjast í dag.

Suðvestan hvassviðri gengur yfir landið í dag og í nótt. Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út fyrir vestanvert landið og heiðar gætu lokast þegar líður á daginn.

Frumvarpi fjármálaráðherra um kílómetragjald á ökutæki var dreift á Alþingi í gær. Framkvæmdastjóri FÍB gagnrýnir enn stefnt því innheimta sama kílómetragjald af öllum bílum undir þremur og hálfu tonni.

Ákjósanlegur búnaður til kortleggja stórstraumsfjöru er ekki til hér á landi en Náttúrufræðistofnun telur sig samt geta gert slíkar mælingar í Seyðisfirði. Þær eiga skera úr um hve mikið pláss er fyrir eldiskvíar firðinum.

Foreldrar barna yngri en átján ára sem missa maka munu eiga rétt á sex mánaða launuðu sorgarleyfi samkvæmt frumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra.

Frumflutt

2. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,