Menntamálaráðherra segir niðurstöðu Písakönnunar bæði vonbrigði og áhyggjuefni. Hann vonast til að breytingar á menntakerfinu snúi þróuninni við.
Álag á sjúkrahús á Suður-Gaza hefur verið illviðráðanlegt eftir að Ísraelsmenn færðu meginþunga árásanna þangað. Sameinuðu þjóðirnar vara við að ástandið eigi eftir að færast enn nær helvíti á jörðu.
Önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefst á Alþingi í dag í skugga mikillar óvissu vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga sem kalla á aukin útgjöld ríkissjóðs.
Orðalag um jarðefnaeldsneyti í lokasamþykkt COP28 gæti orðið sögulegt. Í drögum má finna þrjár tillögur, allt frá að notkun jarðefnaeldsneytis verði algjörlega hætt til engra ákvæða þar um.
Áform Evrópusambandsins um að bjóða Úkraínu til aðildarviðræðna eru í uppnámi, eftir að forsætisráðherra Ungverjalands lýsti formlega yfir andstöðu sinni.
Ekið var yfir erlendan ferðamann á rútusvæði fyrir utan flugstöð Leifs Eiríkssonar í gærmorgun. Rútubílstjóri, sem var einn þeirra sem fyrstur kom ferðamanninum til hjálpar, segir aðgengismál við flugstöðina í miklum ólestri.
85 voru drepnir í Nígeríu á sunnudag þegar herdróni hæfði óvart gesti trúarhátíðar en ekki meinta hryðjuverkamenn. Forseti landsins vill að málið verði rannsakað í þaula.
Kostnaður vegna niðurgreiðslu sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyfja hjá Sjúkratryggingum Íslands hefur margfaldast á síðustu fimm árum. Sífellt fleiri kaupa lyfin án niðurgreiðslu Sjúkratrygginga.