Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 18. nóvember 2025

Ísland og Noregur verða ekki undanskilin verndaraðgerðum Evrópusambandsins vegna kísilmálms. Mikil vonbrigði

segir utanríkisráðherra

Reykjavíkurborg hefur boðað foreldra barna á leikskólanum Múlaborg á stuðningsfund á morgun. Í Kveiksþætti í kvöld verður fjallað um meint kynferðisbrot á leikskólanum.

Mikill viðbúnaður var þegar eldur kom upp í hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík laust fyrir hádegi. Vel gekk rýma og ekki er vitað til heimilisfólki hafi orðið meint af reyk, en sumum brugðið sögn forstjóra Hrafnistu.

Þolendur kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epstein koma fram á blaðamannafundi í dag ásamt þingmönnum fulltrúadeildar. Búist er við fulltrúadeildin greiði í dag atkvæði um birtingu allra skjala sem tengjast Epstein.

Umhverfisráðherra situr lokadaga loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP30. Formaður Landverndar segir mikla orku í mótmælendum.

Greiningardeildir bankanna telja Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum í sjö og hálfu prósenti þegar tilkynnt verður um vexti á morgun. Útlit er fyrir vextir gætu lækkað skarpt í upphafi næsta árs.

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta heldur vegferð sinni áfram undir stjórn nýs landsliðsþjálfara þegar Ísland mætir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2027 í kvöld

Frumflutt

18. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,