Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 12. desember 2025

Óvissa er um stöðu samninga um vopnahlé og frið í Úkraínu. Tillögur Bandaríkjamanna ganga út á mynda hlutlaust svæði í austurhluta Úkraínu, en stjórnvöld í Kíyv krefjast þess Rússar dragi herlið sitt til baka.

Varaformaður Miðflokksins segir orð sín um EES-samninginn á Alþingi hafa verið blásin upp. Enginn tali fyrir því ganga út úr EES-samtarfinu.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru sögð búa sig undir taka fleiri olíuskip undan ströndum Venesúela. Skip sem var tekið á miðvikudag verður fært til hafnar í Bandaríkjunum. Óttast er til átaka komi milli ríkjanna.

Amnesty International segja hryðjuverkaárás Hamas og annarra vígasveita Palestínumanna á sunnanvert Ísrael fyrir tveimur árum, og meðferð þeirra á gíslum, jafngildi stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni.

Íslensk sundlaugarmenning er komin á skrá UNESCO yfir svokallaðan óáþreifanlegan menningararf mannkyns. Því er fagnað í Vesturbæjarlaug í hádeginu.

Fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu telur rétt Ísland taki undir áköll meirihluta Evrópuráðsins endurskoða málefni hælisleitenda.

Dómsmálaráðherra telur það eðlilega framkvæmd dómstóla birta nöfn vændiskaupenda eins og héraðsdómur Reykjavíkur gerði í nýlegum dómi. Nafnbirting geti haft fælingarmátt og dregið úr vændi.

Breiðablik á enn möguleika á komast í útsláttarkeppni Sambandsdeildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á írska liðinu Shamrock Rovers í gær. Til þess þarf liðið þó vinna efsta lið deildarinnar í lokaumferðinni.

Frumflutt

12. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,