Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 08 október 2023

Ísraelsher ætlar rýma byggðir nærri Gaza svæðinu og forsætisráðherra Ísraels segir fólk þurfa búa sig undir langt og erfitt stríð. Níu hundruð hið minnsta hafa fallið í Ísrael og Gaza síðasta sólahringinn. Gærdagurinn var blóðugasti í Ísrael í hálfa öld.

Yfir tvö þúsund eru látin eftir jarðskjálfta í Afganistan í gær. Erfiðlega gengur skipuleggja hjálparstarf og óttast er um afdrif margra sem grafnir eru í húsarústum.

Það haustar hressilega í vikunni, rignir, hvessir og kólnar. Gular viðvaranir taka gildi fyrir suðvestanvert landið vegna úrhellisrigningar í nótt og viðvaranir vegna norðan storms fyrir allt landið fyrir þriðjudag.

Umferðarslysum erlendra ferðamanna á vegum landsins hefur fækkað. Sérfræðingur hjá Samgöngustofu segir leggja þurfi áherslu á bílbeltanotkun í fræðsluefni til ferðamanna.

Svifryksmælar sem voru settir upp á Akureyri í febrúar, eru enn ónothæfir. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra segir áríðandi Akureyringar fái traustar upplýsingar um loftgæði fyrir veturinn.

Íbúakosning um sameiningu Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps hefst í fyrramálið. Kosningarnar verða með óhefðbundnum hætti. Bæði hafa ungmenni niður í sextán ára aldur kosningarétt, auk þess sem íbúar geta óskað eftir kjósa í sérútbúnum kosningabíl.

Frumflutt

8. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,