Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 12. ágúst 2023

Eldar loga enn á Havaí og verið er rýma svæði. Áttatíu hafa fundist látnir - hamfarirnar eru þær verstu í sögu fylkisins.

Nígerísku konurnar þrjár sem öllum var vísað úr húsnæði útlendingastofnunar í gær og sviptar öllum stuðningi, eru komnar í trímabundið húsnæðisúrræði hjá góðviljuðum íbúum á höfuðborgarsvæðinu.

Forsætisráðherra segir ekki sömu þörf fyrir sérlausn fyrir losunargjöld á sjóflutninga eins og náðist í flugsamgöngum. Ríkisstjórn og Alþingi eigi þó eftir fjalla um málið.

Gleðiganga hinsegin daga fer af stað eftir hádegið og búast við fjölmenni enda veður með besta móti. Götur miðborgar Reykjavíkur verða víða lokaðar, en strætó ekur eftir sérstakri áætlun vegna hátíðahaldanna. Yfirskrift hinsegin daga í ár er: Baráttan er ekki búin.

Dómari varar Donald Trump við espa stuðningsmenn sína upp í aðdraganda réttarhaldanna gegn honum - það gæti orðið til þess þeim verði flýtt frekar en seinkað.

Sænskir framhaldsskólakennarar eru beittir þrýstingi til hleypa nemendum gegnum landspróf, sem með réttu hefðu átt falla. Sextíu prósent segjast hafa látið undan.

Kvennalið Víkings afrekaði það í gær vinna stórlið Breiðabliks í úrslitaleik bikarkeppninnar og varð þar með fyrsta liðið úr næstefstu deild kvenna til verða bikarmeistari.

Frumflutt

12. ágúst 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,