Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 12. mars 2025

Fimm eru í haldi lögreglu grunaðir um hafa banað manni og kúgað af fjölskyldu hans. Nokkur hinna handteknu eru einnig grunað um hafa misþyrmt karlmanni á Akranesi í janúar.

Bandaríkin veita Úkraínu hernaðaraðstoð og aðgang upplýsingum frá leyniþjónustu á ný. Utanríkisráðherra Póllands staðfestir hernaðargögn frá Bandaríkjunum hafi verið flutt um Pólland til Úkraínu í morgun

Íslandsbanki spáir hóflegri stýrivaxtalækkun í næstu viku.

Grænlenska þjóðin er klofin um hvaða leið hún vill fara til sjálfstæðis og hvernig sambandið við Dani á vera. Þetta sýna niðurstöður kosninganna í gær.

Rofni samband Íslands við umheiminn um sæstrengi á tryggja netsamband um þrjá gervihnetti. Þá héldist grunnþjónusta en netsamband heimila og fleiri dytti útt.

Halla Tómasdóttir forseti Íslands er í sinni fyrstu opinberru heimsókn innanlands og ver deginum á Höfn, í Öræfum og Suðursveit

Félag sjúkraþjálfara mælir gegn því börn tveggja ára og yngri séu send til hnykkjara, og átján ára og yngri fái meðferð hjá kírópraktor við einkennum sem ekki tengjast stoðkerfi. Dæmi eru um hnykkjarar auglýsi meðferð við einhverfu og ADHD.

Íbúum á Íslandi fjölgaði um fimm þúsund sjöhundruð og átján í fyrra eða um eitt og hálft prósent.

Vængbrotið karlalandslið Íslands í handbolta mætir Grikkjum ytra í dag. Sérfræðingur Rúv segir tími minni spámanna runninn upp.

Frumflutt

12. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,