Saksóknari fer fram á 16 ára fangelsi fyrir manndráp - yfir þremur sakborningum í Þorlákshafnarmálinu. Lokadagur aðalmeðferðar stendur yfir. Verjendur tveggja sakborninga krefjast sýknu fyrir manndráp. Ekkja fórnarlambsins krefur fjóra af fimm sakborningum um bætur.
Heitavatnslaust er í öllum Grafarvogi í Reykjavík eftir að lögn við Vesturlandsveg bilaði. Gera má ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi.
Kaldvík hefur aukið vöktun og þjálfun eftir að þörungablómi drap vel yfir 200 þúsund eldislaxa í Berufirði í júlí. Um einn af hverjum sex fiskum drapst í kvíunum.
Nærri helmingur borgarbúa er óánægður með störf borgarstjóra, meirihluta og minnihluta. Aðeins Samfylkingarfólk er telur að borgarstjóri og meirilhluti standi sig vel.
Óvissuástand er í taílenskum stjórnmálum eftir að stjórnskipunardómstóll landsins svipti forsætisráðherrann embætti.
Háskóli Íslands reiknar með að kennsla geti hafist á næstu dögum í öllum kennslustofum í nýrri byggingu sem áður var hótel Saga. Enn hefur ekki fengist starfsleysi í suðurálmu Sögu.
Það verður óvenju gott að slaka á í sundlaugum landsins í kvöld þegar Klassíkin okkar hljómar í eyrum baðgesta. Klassíkin er á dagskrá Rúv í kvöld.
Breiðablik komst í gærkvöld í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Karlalandslið Ísland í körfubolta mætir Belgíu á morgun.