Ólafur Adolfsson verður næsti þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Þetta var ákveðið á fundi í Valhöll sem er nýlokið.
Bandaríkjastjórn hefur fellt vegabréfsáritun forseta Palestínu úr gildi, skömmu fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Þar stendur til að Frakkar viðurkenni sjálfstæði Palestínu.
Aðalhagfræðingur Arion banka segir rök fyrir vaxtalækkun. Hagkerfið dróst saman á síðasta ársfjórðungi.
Umsagnir um fyrirhugaða móttöku- og geymslustöð Carbfix í Ölfusi bera með sér að íbúar hafa töluverðar áhyggjur af framkvæmdinni.
Drengurinn sem týndist í Ölfusborgum austur af Hveragerði í gær fannst heill á húfi á fjórða tímanum í nótt.
Elísabet önnur Englandsdrottning var á móti Brexit, að því er fram kemur í nýrri bók, sem byggð er á heimildarmönnum úr konungshöllinni.
Sveitastjórn Fjallabyggðar skoðar að skila rekstri hjúkrunarheimilis á Ólafsfirði aftur til ríkisins vegna langvarandi hallareksturs.
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta spilar núna annan leik sinn á Evrópumótinu í Katowice í Póllandi. Mótherjar dagsins eru Belgar.