Laun borgarstjóra fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hækkuðu um 50 prósent á síðustu tveimur árum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir ámælisvert að borgarstjóri hafi ekki sagt sig frá formennskunni.
Rússar náðu valdi á þorpi í Donetsk-héraði í Úkraínu í morgun. Embættismenn eru sakaðir um smekkleysi fyrir gjafir til mæðra fallinna rússneskra hermanna.
Kínverjar boða aukin framlög til varnarmála. Stjórnvöld segja snöruna um Taívan verða þrengda ef sjálfstæðissinnar gera sig breiðari.
Febrúar var óvenjuhlýr og á Austurlandi er snjólaust í byggð, frost nánast farið úr jörðu og gröfukarlar komnir í vorskap. Framkvæmdir við snjóflóðavarnir í Neskaupstað og Seyðisfirði eru komnar á fullt og mætti halda að sumarið væri komið.
Svíar brjóta blað í Eurovision í ár og senda ekki alvörugefið popp -- heldur grínlag. Finnsk sánaböð eru viðfangsefni sænska framlagsins í þetta skipti.