Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 11. mars 2025

Stjórnendur Seðlabankans hafa áhyggjur af efnahagsstefnu Bandaríkjaforseta sem gæti haft umtalsverð neikvæð áhrif á hagsæld á Íslandi.

Fleiri voru mættir við opnun kjörstaðar í Nuuk á Grænlandi en nokkru sinni áður, segir alþjóðastjórnmálafræðingur sem er þar til fylgjast með kosningunum.

Tjón eftir óveðrið um mánaðamótin getur hlaupið á hundruðum milljóna króna segir framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar. 21 tilkynning hefur borist um tjón.

Veðurstofan segir auknar líkur á eldgosi á Reykjanesskaga. Fleiri skjálftar hafa mælst við kvikuganginn og nærri Grindavík síðustu daga. Eldgos getur hafist fyrirvaralítið.

Viðræður sendinefnda Úkraínu og Bandaríkjanna í Sádí-Arabíu í morgun byrjuðu vel - samkvæmt úkraínskum stjórnvöldum. Þar á ræða leiðir friði milli Rússlands og Úkraínu.

Atvinnuvegaráðherra ætlar leggja fram reglugerð til tryggja 48 daga strandveiðar í sumar. Ekki næst smíða frumvarp fyrir sumarið.

Enn logar í flutningaskipi og olíuskipi á Norðursjó eftir ásiglingu í gærmorgun. Eins skipverja er saknað og stjórnvöld óttast umhverfisslys.

Hægt væri halda veginum um Öxi, sem styttir hringveginn um Austurland, opnum yfir veturinn - oft með litlum tilkostnaði. Múlaþing hyggst láta opna veginn oftar og hefur skorað á Vegagerðina færa Öxi upp um þjónustuflokk.

Fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta segir óvanalegt svo marga leikmenn vanti í liðið. Ísland leikur við Grikki á morgun í undankeppni EM.

Frumflutt

11. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,