Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 7. ágúst 2025

Fimmtán til fimmtíu prósenta tollar Bandaríkjastjórnar á innflutning frá tugum ríkja tóku gildi í morgun. Óttast er háir tollar á Sviss geti markað endalok útflutnings þaðan til Bandaríkjanna.

Mikið af íslenskum laxi fer á Bandaríkjamarkað. Hærri tollar á sjávarafurðir eru áhyggjuefni, segir formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Það er ríkur réttur sakbornings velja sér verjanda og ef réttur er frá honum tekinn molnar hratt undan réttarkerfinu, segir hæstaréttarlögmaður. Þrýst var á sakborning í Þorlákshafnarmálinu skipta um verjanda.

Makrílstofninn við Ísland hefur aldrei mælst minni. Stofninn heldur sig austar og leitar síður í íslenska lögsögu.

Niðurstaða markaðsgreiningar á flugi til Ísafjarðar staðfestir mat Icelandair um það standi ekki undir sér án ríkisstyrks. Vegagerðin segir flugfélög ekki geta knúið fram slíkan styrk.

Klukkan eitt verður kirkjuklukkum hringt víða um land, til stuðnings stríðshrjáðum íbúum Gaza.

Íslandsmótið í golfi var sett í morgun á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði og búist er við spennandi keppni. Og Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, verður ekki áfram hjá enska úrvalsdeildarliðinu West Ham.

Frumflutt

7. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,