Meirihlutamyndun í borgarstjórn Reykjavíkur er á upphafspunkti eftir að viðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins fjöruðu út í gær. Þreifingar halda áfram þvert á flokka. Borgarstjóri segir ákvörðun sína um að slíta samstarfinu rétta, hvort sem framsóknarflokkur endi í meiri- eða minnihluta.
Verkföll halda áfram í 21 grunn- og leikskóla á morgun. Verkfallstjórn Kennarasambandsins hefur skoðað nokkur tilvik þar sem grunur er um verkfallsbrot í leikskólum.
Forsætisráðherra Ísraels segir hugmynd Bandaríkjaforseta um að flytja Palestínumenn á brott frá Gaza fyrstu fersku hugmyndina um landsvæðið í áraraðir. Ísraelsher yfirgaf mikilvæga umferðaræð á Gaza í morgun.
Ekið er á 140 kindur að meðaltal á ári í umdæmi lögreglustjórains á Suðurlandi. Lögregluvarðstjóri á Hornafirði hvetur til átaks í að girða meðfram vegum.
Nokkrar útgáfur af samsteypustjórnum virðast mögulegar í Þýskalandi, eftir kosningar þar í lok mánaðar. Ein útgáfan er kennd við Kenía, önnur við Jamaíku og sú þriðja við Kiwi.
Kvennalandslið Íslands í körfubolta spilar í dag lokaleik sinn í undankeppni Evrópumótsins.