Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 28. janúar 2024

Stjórnarandstaðan segir viðbrögð íslenskra stjórnvalda, um fresta greiðslum til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, harkaleg. Fara ætti fordæmi Norðmanna, sem ætla halda fjármögnun áfram.

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna biðlar til ríkja heims halda áfram stuðningi við stofnunina og heitir draga þá til ábyrgðar sem voru viðriðnir fjöldamorð Hamas í byrjun október.

Áætlun um hvenær og hvernig Grindvíkingar geta vitjað heimila sinna verður kynnt á upplýsingafundi klukkan eitt.

Fjármálaráðherra segir engar ákvarðanir liggja fyrir um frestun stórra verkefna, eins og þjóðarhallar eða samgönguáætlunar, vegna óvæntra útgjalda í Grindavík.

Fulltrúar vinstrimanna og íhaldsmanna eru taldir líklegastir til sigurs í forsetakosningunum í Finnlandi í dag, þótt leiðtogi þjóðernisflokksins Sannra Finna gæti blandað sér í baráttuna.

Breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar á auðvelda uppbyggingu íbúðarhúsa og atvinnureksturs á lögbýlisjörðum. Gott ræktanlegt land á þó enn nýta undir matvælaframleiðslu.

Stærsta skemmtiferðaskip heims lagði úr höfn í Miami í Bandaríkjunum í gær. Náttúruverndarsamtök hafa áhyggjur af mengun frá því, en eigandinn segir það óþarfa.

Úrslitin ráðast á Evrópumótinu í handbolta síðdegis í dag, þegar Frakkar og Danir mætast.

Frumflutt

28. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,