Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 2. apríl 2024

Tólf ára barn er grunað um hafa skotið jafnaldra sinn til bana og sært tvö önnur börn alvarlega í grunnskóla í Finnlandi í morgun. Börnin voru öll í sama bekk.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra snýr aftur til starfa á morgun. Hún hefur verið í veikindaleyfi síðan í janúar.

Sjö starfsmenn alþjóðlegra hjálparsamtaka voru drepnir í árás Ísraelshers á Gaza í nótt. Samtökin höfðu nýverið dreift hundruðum tonna af mat til bágstaddra. Stofnandi þeirra segir Ísrael beita hungri sem vopni gegn Gazabúum.

Skipstjórinn á frystitogaranum Tómasi Þorvaldssyni komst við á innsiglingunni í Grindavíkurhöfn í morgun, svo miklu máli skipti það geta landað í heimahöfn. Þar hefur togari ekki landað í rúma fimm mánuði.

Óvíst er það takist opna Fjarðarheiði og rjúfa einangrun Seyðfirðinga í dag. Djúp snjógöng hafa myndast á heiðinni. Vegagerðinni og björgunarsveitinni Ísólfi tókst fylgja 95 bílum yfir heiðina í gærkvöld.

Tjónaskrá fyrir Úkraínu, sem sett var á laggirnar á leiðtogafundi Evrópuráðsins hér á landi í fyrravor, verður formlega opnuð á ráðstefnu sem stendur yfir í Haag í Hollandi.

Hætt hefur verið við leikskóla í nýrri íbúabyggð í Vesturbugt við Granda í Reykjavík vegna of mikillar umferðar og mengunar. Formaður skóla- og frístundaráðs telur ólíklegt hægt draga úr umferðinni.

Icelandair segir bókunarstaðan í ár góð og gerir ráð fyrir meiri hagnaði en í fyrra.

Frumflutt

2. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,