Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins verður næsti mennta- og barnamálaráðherra. Hann tekur við af Ásthildi Lóu Þórsdóttur á ríkisráðsfundi á Bessastöðum eftir hádegi.
Bið verður á því að ákveðið verði hvort kjötvinnslan í grænu vöruskemmmunni við Álfabakka skuli háð umhverfismati því Skipulagsstofnun hefur fram í maí til að taka ákvörðun. Borgin hefur ekki tekið ákvörðun um hvort vöruskemmunni verður breytt.
Um tuttugu jarðskjálftar hafa orðið á Sundhúksgígaröðinni síðasta sólarhring. Aukin skjálftavirkni bendir til að þrýstingur á gosstöðvum sé að aukast.
Borgarstjóri Istanbúl verður að öllum líkindum útnefndur forsetaframbjóðandi helsta stjórnarandstöðuflokksins í Tyrklandi í dag. Í gær var hann úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna ákæru um spillingu.
Enginn var úrskurðaður í gærsluvarðhald vegna hópslagsmála í miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöld. Öllum þrettán sem voru handteknir hefur því verið sleppt.
Engar reglur gilda um það hvaða fangar mega afplána dóma sína í meðferð. Í fyrra afplánuðu 12 fangar dóma sína í meðferð.
Vel gekk að ráða niðurlögum elds í gámum á athafnasvæði Hringrásar í Hafnarfirði í morgun. Mikið af eitur- og spilliefnum voru á svæðinu.
Minnihlutinn í Kópavogi óttast að ákvörðun meirihlutans um að selja hæstbjóðendum byggingarlóðir valdi einsleitni í uppbyggingu hverfa. Meirihlutinn segist hafa brugðist við ákalli með því að auka framboð íbúða á almennum markaði.
Frans páfi sást í fyrsta sinn opinberlega í morgun síðan hann var lagður inn á spítala 14. febrúar. Hann veifaði af svölum Gemelli-sjúkrahússins í Róm hvaðan hann var útskrifaður í dag.