Samfylkingin hefur stóraukið fylgi sitt frá kosningum og mælist með 29 prósent í nýjum þjóðarpúlsi. Framsóknarflokkurinn dalar enn.
Dómsmálaráðherra segir augljóst að bregðast verði við vandanum sem líkbrennsluofninn í Fossvogi veldur. Einhverrar feimni virðist hafa gætt við ákvörðunartöku í málinu.
Sex eru í haldi lögreglu vegna morðs á þremur ungmennum í Uppsölum í Svíþjóð á þriðjudag. Sextán ára piltur sem var fyrst handtekinn vegna málsins er ekki lengur grunaður um morðin.
Varaforseti og utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa fordæmt ákvörðun þýsku leyniþjónustunnar að skilgreina þjóðernisflokkins AfD sem ógn við lýðræði. Utanríkisráðuneyti Þýskalands segir söguna hafa kennt að stöðva verði hægri öfgahyggju.
Bandaríkjaforseti hefur verið sakaður um að vanvirða minningu Frans páfa, kaþólsku kirkjuna og guð sjálfan, eftir að hann birti í gær mynd af sjálfum sér íklæddum hvítum páfaskrúða á samfélagsmiðlinum Truth Social.
Óvenjuhlýtt var á landinu í apríl og hefur hiti í Reykjavík mælst yfir meðallagi það sem af er ári. Aðeins fimm sinnum frá árinu 1926 hafa mælst fleiri sólskinsstundir á Akureyri í apríl. Veðrið leikur við landsmenn í dag.
Þórir Hergeirsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari hins sigursæla kvennaliðs Noregs í handbolta, hefur verið ráðinn sérlegur ráðgjafi Handknattleikssambands Íslands.