Forseti Bandaríkjanna kennir róttækri vinstri umræðu um að bandamaður hans, Charlie Kirk, var skotinn til bana í gærkvöld. Morðið gæti leitt af sér aukið ofbeldi af pólitískum toga.
Fólk sem lengi hefur reynt að komast inn á húsnæðismarkaðinn gæti þurft að bíða lengur. Eftir fjögurra ára vaxtaskeið er skýr samdráttur í byggingariðnaði.
Fjármálaráðherra mælti fyrir fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar í morgun. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það dellu, sem styðji ekki við stefnu Seðlabankans.
Þriðjungur laxa sem voru fangaðir við leit að eldislaxi síðsumars reyndist eldislax. Nær allir koma úr Dýrafirði þar sem gat fannst á sjókví.
Fleiri börn en áður verða fyrir heimilisofbeldi. Aukin vitundarvakning um áhrif ofbeldis á börn og breytt verklag lögreglu gæti skýrt fjölgunina.
Nokkur eftirskjálftavirkni hefur verið eftir skjálfta sem var þrír komma sjö að stærð, í Holtum í Rangárvallasýslu í morgun.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman til neyðarfundar að ósk pólskra stjórnvalda vegna flugs tuga rússneskra dróna inn í pólska lofthelgi í fyrrinótt. Pólskur almenningur er uggandi.
Hæstiréttur hafnaði í gær áfrýjunarbeiðni íþróttafélagsins KA í launadeilu við Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfara meistaraflokks karla í fótbolta.