Lögregla var með eftirlit fyrir utan heimili Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, í nótt. Honum bárust hótanir og heimilisfang hans var birt á samfélagsmiðlum.
Stórframkvæmdir í öllum landshlutum, stórfelld einföldun regluverks og atvinnustefnuráð án aðkomu hagsmunahópa er á meðal þess sem er að finna í atvinnustefnu stjórnvalda sem forsætisráðherra kynnti í morgun.
Sautján eru látin eftir slys á togbraut í Lissabon í gær. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Portúgal.
Búið er að grípa til víðtækra umbóta þegar kemur að brunavörnum eftir eldsvoða á Bræðraborgarstíg fyrir fimm árum. Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir þó erfitt að eiga við gráðuga leigusala, sem finni sér glufur í kerfinu.
Leiðtogar fjölda Evrópuríkja hafa setið á fundi í París í morgun og rætt um fyrirkomulag öryggistrygginga fyrir Úkraínu. Þeir ræða við Bandaríkjaforseta í síma síðar í dag.
Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands telur eftirlitskostnað fyrirtækja stóraukast við það að færa verkefni eftirlitsins til tveggja ólíkra stofnana.
Eina raunhæfa leiðin til að lækka gjöld fyrir íþróttaiðkun barna er að félögin fái meira fjármagn annars staðar frá, segir formaður Vals. Íþróttafélög eigi mörg hver erfitt með að ná endum saman.
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta leikur nú gegn Frakklandi í lokaleik sínum á Evrópumótinu.