Öryggisráð Ísraelsstjórnar samþykkti í nótt að herinn tæki yfir Gaza-borg. Áætlunin hefur víða verið gagnrýnd og Þjóðverjar ætla að hætta vopnasölu til Ísraels.
Áhættumat lögreglu og Víkings fyrir leik gegn Bröndby í gær gaf ekki tilefni til aukins viðbúnaðar, að sögn lögreglu. Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings segir að lögregla hafi ekki mætt á öryggisfund þrátt fyrir að hafa boðað komu sína.
Forsætisráðherra álítur öll samskipti sín við Evrópusambandið hagsmunagæslu. Engar aðildarviðræður verði án samþykkis í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Nýliðun meðal sauðfjárbænda verður ekki meðan reksturinn stendur vart undir sér, að mati bændasamtakana. Afurðaverð í komandi sláturtíð er vonbrigði.
Sextíu og fjögur ný hjúkrunarrými bætast við með nýju hjúkrunarheimili í Kópavogi sem opnað verður formlega í september. Bið eftir hjúkrunarrými hefur aldrei verið lengri.
Skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni er horfinn, óvenju snemma - hann hefur tvisvar sinnum áður bráðnað fyrr á árinu, svo vitað sé. Skaflinn hefur verið óformlegur mælikvarði á tíðarfar á suðvesturhorni landsins áratugum saman.
Heyskapur með gamla laginu, traktorafimi og kerruakstur fyrir börn er á dagskrá Hvanneyrarhátíðar sem haldin er í fimmtánda sinn um helgina.