Forstjóri Landspítala telur að krísuviðbrögð hafi ráðið of miklu í heilbrigðiskerfinu. Spítalinn hefur verið á hæsta viðbúnaðarstigi svo mánuðum skiptir vegna manneklu og álags.
Allt er í hnút á Alþingi. Þingmenn allra flokka saka hverjir aðra um að slá ítrekað á útrétta sáttahönd, þegar rætt er um hvernig megi ljúka þingstörfum.
Starfsmenn hjá bandarísku fyrirtæki á Gaza segja að svo virðist sem gera megi hvað sem er við hungraða Palestínumenn.
Öryggisverðir í matarúthlutun skjóti á fólk sem bíður í röð
Fótboltaheimurinn syrgir portúgalska landsliðmanninn Diogo Jota, sem lék með Liverpool. Hann lést í bílslysi á Spáni í nótt.
Kennarasamband Íslands segir alvarlegt að falsað boðsbréf hafi verið sent á kennara í Hofstaðaskóla þegar þeir fóru í fræðsluferð til Frakklands. Ekki er ljóst hvort farið verði fram á endurgreiðslu ferðastyrks.
Nota á gervigreind til efla þjónustu hins opinbera og heilbrigðiskerfisins. Stjórnvöld hafa gefið út fyrstu aðgerðaáætlun sína um gervigreind.
Dragspilið dunar á Reyðarfirði um helgina. Þar hefst Landsmót íslenskra harmonikkufélaga í dag.
Lögreglan hefur miklar áhyggjur af hraðakstri á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrir hafa verið sviptir ökuréttindum nærri framkvæmdum á Kringlumýrabraut undanfarna daga.