Framferði Ísraelshers á Gaza jafngildir þjóðernishreinsunum segir Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna. Skipulagðar árásir á sjúkrahús, eyðilegging heilu byggðarlagana og hindrun á afhendingu hjálpargagna séu brot á alþjóðalögum.
Foreldrar barna á meðferðarheimilinu Stuðlum kalla eftir aðgerðum í málefnum barna í vanda. Þau segja erfitt að horfa upp á börn sín innan um önnur sem hafa jafnvel framið alvarleg afbrot.
Langvarandi dvöl inn á bráðasjúkrahúsi skerðir lífsgæði, segir forstjóri Landspítalans. Hann vonast til að hægt verði að stytta biðlista eftir hjúkrunarrýmum til að spítalinn geti betur sinnt verkefnum sem þar eigi heima.
Raforkuöryggi Grindavíkur er ófullnægjandi að mati bæjarráðs. Bæjarstjóri segir nýjan og öflugri rafstreng væntanlegan.
Umboðsmaður barna segir að öryggi barna og friðhelgi einkalífs þeirra sé ógnað með samfélagsmiðlum. Hún segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af því að börn eigi sína eigin samfélagsmiðlareikninga eða séu mjög sýnileg á reikningum foreldra sinna, sem eru áhrifavaldar.
Í kvöld er komið að úrslitastund í Eurovison. Væb-hópurinn eru tíundu á svið, en dómararennslið í gærkvöldi gekk vel.
Fjölskyldufólk lagði land undir fót og skellti sér austur í blíðuna til Atlavíkur. Spáð er yfir tuttugu stiga hita á Hallormsstað næstu daga.
Kvennalið Vals í handbolta spilar í dag hreinan úrslitaleik um Evrópubikarinn á Hlíðarenda. Þetta er stærsti íþróttaviðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi að mati þjálfara liðsins.