Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 5.maí 2025

Ríkisstjórn Ísraels er sögð hafa samþykkt innlima Gaza. Hún íhugar hleypa þangað aftur neyðaraðstoð en banna hjálparsamtökum dreifa hjálpargögnum. Tugþúsundmanna varalið verður kallað út til herða árásir.

Börn sem eru dæmd til fangelsisvistar þurfa afplána á Stuðlum. Stefnt er því opna meðferðarheimili fyrir drengi á Suðurlandi í haust. Nýtt heimili í Garðabæ er enn til skoðunar.

Íslenskir kvikmyndaframleiðendur fyndu verulega fyrir því ef hugmyndir Bandaríkjaforseta um hundrað prósenta toll á erlenda kvikmyndaframleiðslu fram ganga. Þetta segir framkvæmdastjóri True North.

Þýski harðlínuflokkurinn Alternative fur Deutschland - AFD- ætlar kæra leyniþjónustu landsins fyrir hafa í síðustu viku skilgreint flokkinn sem öfgasamtök. AfD hefur undanförnu mælst með mest fylgi alla flokka í skoðanakönnunum.

Vegið er akademískum rannsóknum og sannleika, og beinlínis verið eyða gögnum í bandarískum háskólum, segja þarlendir háskólaprófessorar. Íslenskir rektorar eru í hópi þeirra sem vilja bandaríska vísindamenn til Evrópu.

Strandveiðar hófust í morgun og útgefin leyfi hafa aldrei verið fleiri. Hátíðisdagur, segir framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.

Ólíklegt er full dekkun farsímanets fyrir símtöl í 112 náist á stofnvegum landsins á næstunni. Neyðarlínan á í viðræðum við Apple og fleiri tæknirisa um opna fyrir neyðarsímtöl um gervihnetti.

Hjónavígslum hjá sýslumanni hefur fjölgað stöðugt síðasta áratug. Þær náðu hámarki í fyrra þegar þær voru rúmlega tvö þúsund og sjö hundruð.

Frumflutt

5. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,