Óhagnaðardrifin íbúðafélög eru nauðsynleg til að tekjulágt fólk hafi þak yfir höfuðið, segir forseti ASÍ. Hundruð fjölskyldna njóti góðs af niðurgreiðslu íbúða. Stefna Reykjavíkurborgar sé meginástæða húsnæðisvandans.
Langdrægar stýriflaugar sem Úkraínumenn hafa lengi beðið Þjóðverja um gætu verið á leiðinni innan skamms. Verðandi kanslari Þýskalands segist tilbúinn að stíga þetta skref í samráði við önnur Evrópuríki.
Íslendingar hafa tapað tugum þúsunda króna á svikasíðum sem virðast bjóða upp á rafrænt ferðaleyfi til Bretlands. Utanríkisráðuneytið hvetur fólk til að vera á varðbergi.
Lögbundin skilgreining á konu í breskum mannréttindalögum er að hafa fæðst sem kona. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar Bretlands í máli sem skosk kvenréttindasamtök höfðuðu.
Samdráttur gæti orðið í íslenskri ferðaþjónustu á árinu vegna sviptinga í alþjóðaviðskiptum. Minnkandi áhugi Evrópubúa á ferðum til Bandaríkjanna hefur áhrif, en hagfræðingur segir að það geti líka skapað tækifæri.
Fjölsótt samverustund var í gær í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra vegna bílslyss við Hofsós fyrir helgi. Þrír drengir af fjórum sem fluttir voru á gjörgæslu eftir slysið hafa verið útskrifaðir þaðan.
Hakkarar settu upptökur sem gerðu grín að Elon Musk og Mark Zuckerberg í gangbrautarljós í Kaliforníu. Ekki er vitað hverjir stóðu á bak við það.
Austfirðingar eiga fulltrúa í efstu deild kvenna í fótbolta í fyrsta sinn í 30 ár. Rósey Björgvinsdóttir fyrirliði liðsins segir mikla spennu í samfélaginu.