Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentur í morgun og standa þeir nú í 8,5%. Seðlabankastjóri segir að full áhrif lækkunarinnar verði ekki komin fram í hagkerfinu fyrr en eftir hálft til eitt ár.
Forseti ASÍ og aðstoðarframkvæmdastjóri SA fagna vaxtalækkun Seðlabankans og telja að frekari lækkana sé að vænta. Kjarasamningar eigi sinn hlut í að verðbólga og vextir séu á niðurleið.
Rússlandsforseti er tilbúinn að ræða vopnahlé í Úkraínu við Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Hann er þó ekki tilbúinn til að gefa eftir hernumin svæði, líkt og Úkraínumenn hafa sett sem skilyrði.
Heitt vatn fannst á Kjalarnesi og gæti dugað tíu þúsund manna hverfi. Lághitasvæðum sem sjá höfuðborgarsvæðinu fyrir heitu vatni gæti fjölgað úr fjórum í sex.
Alþjóðasamtök gegn jarðsprengjum fordæma harðlega þá ákvörðun Bandaríkjanna að senda Úkraínumönnum slík vopn.
Undirbúningur hefst við fern ný jarðgöng á næsta ári. Framlög til samgöngumála hækka um sautján prósent í nýsamþykktum fjárlögum.
Komi fram nýjar upplýsingar um hvarf Geirfinns Einarssonar verður farið með þær eins og gögn í öðrum sakamálum. Þetta segir saksóknari, enginn gat tekið við gögnum sem höfundar nýrrar bókar um hvarfið vildu koma á framfæri.
Landssamband smábátaeigenda hyggst kæra setningu laga um kvóta á grásleppuveiðar. Sömu vinnubrögð hafi verið viðhöfð þar og við breytingar á búvörulögum sem nú hafi verið dæmd ógild.
Bóndi segir hvorki eiga að reisa mannvirki né planta trjám á góðu ræktunarlandi. Það þurfi á því að halda í matvælaframleiðslu. Kortleggja á gæði ræktunarlands á Íslandi.
Fari það svo að knattspyrnusamband Íslands haldi samstarfi sínu við Åge Hareide áfram þá þurfi forsendur að breytast, þetta segir fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta.