Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 3. desember 2025

Fljótagöng eru fremst í forgangsröð jarðganga í nýrri samgönguáætlun. Fjarðarheiðargöng eru slegin út af borðinu, Forsætisráðherra segir ekki fjárhagslega forsvaranlegt fara í þau frekar en Fjarðagöng. Kjördæmapot og svik segir forseti sveitarstjórnar Múlaþings.

Stjórnvöld verða setja skýrari reglur um sölu á lífeyristryggingum og líftryggingum segir formaður neytendasamtakanna til sporna við ágangi sölumanna. Söluaðferðir vátryggingamiðlunar voru gagnrýndar í Kveik í gær.

Samstaða ríkja Atlantshafsbandalagsins með Úkraínu hefur aldrei verið eins nauðsynleg, segir utanríkisráðherra. Friðarviðræður eru í fullum gangi og samningamenn Úkraínu búa sig undir fund með fulltrúum Bandaríkjaforseta sem hittu Rússlandsforseta í gær.

Evrópusambandslönd hætta innflutningi á olíu og gasi frá Rússlandi árið 2027, samkvæmt nýju samkomulagi. Upphaf nýrra tíma, segir forseti framkvæmdastjórnar sambandsins.

Formlegt samstarf um betri stuðning við fanga lokinni afplánun var undirritað á Hólmsheiði í morgun. Húsnæði, félagslegur stuðningur og atvinna dregur úr líkum á fólk snúi aftur í afbrot.

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur brugðist við nýrri fjármögnunarleið við íbúðakaup með því breyta reglum um hámarksgreiðslubyrði.

Magnús Orri Arnarson hlaut Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands fyrir einstakt framlag á sviði vitundarvakningar, kvikmyndagerðar og íþrótta.

Snæfríður Sól Jórunnardóttir er komin í undanúrslit á Evrópumótinu í sundi.

Frumflutt

3. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,