Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 28. nóvember 2025

Sýn hættir með sjónvarpsfréttir um helgar og á stórhátíðum. Starfsfólki verður sagt upp samhliða því. Forstjórinn segir rekstrarumherfi fjölmiðla ósjálfbært og aðgerða þörf.

Ísraelskir hermenn eru sakaðir um hafa skotið tvo Palestínumenn til bana á Vesturbakkanum í gær- eftir þeir höfðu gefist upp.

Minnst 128 fórust í stórbruna í fjölbýlishúsum í Hong Kong. Slökkvistarfi lauk í morgun.

Kaupmenn keppast við bjóða neytendum afslátt á svörtum föstudegi. Sálfræðingur hvetur fólk til staldra við og passa púlsinn.

Bandaríkjaforseti spurði fréttakonu hvort hún væri heimsk þegar hún spurði hvers vegna hann kenndi forvera sínum um slakt eftirlit með Afgönum í landinu.

Íbúakosning hófst í Dalabyggð og Húnaþingi vestra í morgun vegna fyrirhugaðrar sameiningar sveitarfélaganna.

Fjórðungur þjóðarinnar leggur sig vikulega eða oftar. Svefnsérfræðingur segir stutta blundi geta haft jákvæð áhrif á heilsuna en best góðum nætursvefni.

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Serbíu á heimsmeistaramótinu í kvöld. Karlalandsliðið í körfubolta vann frækinn sigur á Ítalíu í gærkvöld.

Frumflutt

28. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,