Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 15. nóvember 2025

Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað rannsókn á tengslum kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epstein við Bill Clinton og fleiri Demókrata. Atkvæði verða greidd í næstu viku á þingi um birtingu allra skjala tengdum Epstein.

Tollar Evrópusambandsins á kísilmálm frá Íslandi eru skýrt brot á EES-samningnum, segir þingmaður Sjálfstæðisflokks. Ráðamenn hafi ekki sinnt hagsmunagæslu fyrir Ísland í Brussel.

Forsætisráðherra segist hafa barist eins og ljón til tryggja Ísland verði undanþegið tollum Evrópusambandsins á kísilmálm. Þeir séu ekki í takti við EES-samninginn.

Lögreglan í Stokkhólmi telur maðurinn sem keyrði strætisvagn inn í biðskýli í Östermalm í miðborg Svíþjóðar í gær, með þeim afleiðingum þrír létust, hafi ekki gert það viljandi. Vitni segja honum hafi augljóslega verið mjög brugðið.

Ökuleiðsögumenn vara við manni sem hefur rekið nokkur fyrirtæki í ferðaþjónustu en skipt reglulega um kennitölu og skilið verktaka eftir með skuldir. Endurskoða þurfi viðskiptalöggjöfina.

Staðan á steinbítsstofninum við strendur Íslands er góð. Friðun hrygningarsvæðis og veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar stuðlaði því, sögn fiskifræðings. Norskur haffræðingur leggur til fólk hætti leggja fiskinn sér til munns.

Frumflutt

15. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,