Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 20.október 2025

Ísraelsher hefur drepið hátt í hundrað á Gaza frá því vopnahlé tók gildi. Ísraelsk stjórnvöld hafa opnað aftur fyrir neyðaraðstoð inn á Gaza.

Þrjár moskítóflugur fundust í Kjós á dögunum. Það er í fyrsta sinn sem flugurnar finnast hér á landi.

Jarðskjálftar hafa orðið í þremur landshlutum í morgun. Kröftug skjálftahrina er í Mýrdalsjökli, og jörð hefur skolfið á Norður- og Vesturlandi.

Netþjónusta og smáforrit liggja niðri víðs vegar um heim vegna bilunar í gagnaveri Amazon í Bandaríkjunum. Áhrifin eru minniháttar hér á landi.

Fimm alþjóðleg félagasamtök og tvenn íslensk afhenda atvinnuvegaráðherra um 300.000 undirskriftir í hádeginu þar sem stjórnvöld eru hvött til banna blóðmerahald.

Fyrstu lotu verkfalls flugumferðarstjóra er lokið og næsta verður í nótt. Enginn fundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni.

Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar fara í stóra viðhaldsskoðun á næsta ári og verða ónothæfar á meðan.

Fjölga þarf úrræðum fyrir börn með fjölþættan vanda, segir formaður Kennarasambands Íslands, til tryggja öryggi í skólum. Skólastjóri í grunnskóla segir það færast í aukana nemendur ráðist á kennara.

Louvre-listasafnið í París er enn lokað. Brotist var þar inn í gær og ómetanlegum skartgripum stolið. Þjófanna er enn leitað.

Dagur Kári Ólafsson fimleikamaður er kominn í úrslit í fjölþraut á heimsmeistaramótinu í Djakarta. Hann er annar Íslendingurinn sem kemst í úrslit á HM og fyrsti í fjölþraut.

Frumflutt

20. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,