Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 18.september 2025

Umhverfis- og loftlagsráðherra segir undirbúingur olíuvinnslu á Drekasvæðinu komi ekki til greina á meðan öll gögn bendi til þess þar ekki nógu mikil olía til vinnsla borgi sig.

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga vill vita hvaða kostnaður fellur á sveitarfélögin ef tímabil atvinnuleysisbóta verður stytt.

Spjallþáttur Jimmys Kimmels, þekkts sjónvarpsmanns í Bandaríkjunum , var í gær tekinn af dagskrá um óákveðinn tíma. Dósent í blaðamennsku segir þá ákvörðun „út úr kortinu“.

Samhjálp hefur tryggt sér húsnæði til framtíðar.

Það var vetrarlegt um litast á fjallvegum á Norður- og Austurlandi í morgun. Ökumenn þurfa vara sig á hálku og jafnvel krapa næstu daga en það hlýnar á sunnudag.

Fjórir af hverjum tíu landsmönnum segjast trúaðir og hefur fækkað til muna síðasta áratuginn. Minnstur er samdrátturinn í yngsta aldurshópnum.

Forseti öldungadeildar pólska þingsins er í opinberri heimsókn á Íslandi til styrkja samstarf þingmanna og tengsl við Pólverja hér á landi.

Janus Daði Smárason, leikstjórnandi íslenska landsliðsins í handbolta, er á leið til Barcelona á Spáni.

Frumflutt

18. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

,