Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið, sem kynnt var í morgun, vera frumvarp stöðugleika. Búist er við 15 milljarða halla á ríkisrekstri og veðjað er á hagvöxt. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að stíga hefði þurft stærri skref til að ná niður verðbólgu.
Norðmenn ganga að kjörborði í spennandi þingkosningum í dag. Kjósendur segja það hafa verið óvenjuerfitt að gera upp hug sinn.
Forsætisráðherra Spánar kynnti í morgun níu aðgerðir til þess að setja aukinn þrýsting á Ísrael vegna stríðsins á Gaza, sem hann kallaði þjóðarmorð. Utanríkismálanefnd Alþingis fundar síðdegis um ástandið á Gaza.
Allt bendir til þess að franska ríkisstjórnin falli í dag, þegar þingmenn greiða atkvæði um traustsyfirlýsingu forsætisráðherra.
Nálægð við sérsveit getur skipt sköpum í útköllum þegar talin er hætta á ferð. Hópur sérsveitarmanna sinnir nú daglegum störfum á Norðurlandi eystra.
Austfirðingar fá þrefalt fleiri daga en Sunnlendingar til rjúpnaveiða sem hefjast í næsta mánuði. Veiðitíminn styttist um viku bæði á Suðurlandi og Vestfjörðum.
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta á fyrir höndum erfiðan útileik á móti Frakklandi annað kvöld.