Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 5. september 2025

Fimm voru handteknir í aðgerðum lögreglu og sérsveitar á Siglufirði í gærkvöld. Ráðist var á mann á þrítugsaldri og tveir eru enn í haldi.

Forseti Rússlands segir vestrænar hersveitir verða réttmæt skotmörk verði þær sendar til Úkraínu. Ráðamenn á þriðja tugs ríkja hafa sagst reiðubúnir senda herlið til tryggja öryggi Úkraínu.

Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjölda brota gegn konu sinni og fimm börnum þeirra. Maðurinn braut ítrekað gegn nálgunarbanni þar til hann var settur í gæsluvarðhald.

Hitabylgja á Austurlandi í ágúst eyðilagði lífrænan úrgang í tunnum við heimili fólks. Bíll sem var kominn með úrganginn til moltugerðar í Eyjafjörð var sendur aftur austur.

Fulltrúar tveggja stærstu aðildarríkja Evrópusambandsins vildu Ísland og Noregur yrðu undanskilin verndaraðgerðum vegna járnblendis, þegar málið var rætt í sérstakri nefnd framkvæmdastjórnar ESB. Rannsókn á markaðsaðstæðum virðist enn standa yfir.

Vinna við hreinsa burt brunarústir við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði gæti hafist í komandi viku. Sátt hefur náðst í tveggja ára deilu húseigenda og bæjaryfirvalda.

Sænska ríkisstjórnin ætlar lækka matarskatt um helming á næsta ári. Hann verður sex prósent, lægsti á Norðurlöndum.

Forláta pípuhattur og uppstoppuð rjúpa sem rataði í fatasöfnun Rauða krossins er meðal þess boðið er upp í hádeginu til styrktar hjálparsíma samtakanna.

Frumflutt

5. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,