Hinsegin fólk skynjar aukna andúð og er varara um sig af ótta við að verða fyrir áreiti. Þetta segir talsmaður samtakanna sjötíu og átta. Sjö líkamsárásir voru tilkynntar til samtakanna í fyrra.
Ekkert verður af nýliðanámskeði sérsveitar ríkislögreglustjóra sem ráðgert var í sumar. Fjármagn skortir. Fimmtíu lögreglumenn hafa í heilt ár undirbúið sig af kappi fyrir námskeiðið.
Tjöld fólks á flótta í Khan Younis á Gaza brunnu í nótt í árásum Ísraelshers. Tíu voru drepnir í árásunum og nokkrir eru alvarlega særðir.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna er kominn til Parísar til fundar við Frakklandsforseta um leiðir til vopnahlés í Úkraínu. Úkraínskir ráðherrar eru einnig komnir til borgarinnar.
Um áttatíu þúsund hótelstarfsmenn, meðal annars á Tenerife, hófu í morgun tveggja daga verkfall. Þar er fjöldi ferðamanna yfir páskahelgina.
Sólin skín næstu daga og skíðabrekkur landsins að fyllast. Skíðavikan á Ísafirði er hafin, fjöldi gesta er í bænum þar sem tónlistarhátíðin Aldrei fór suður hefst á morgun.
Eygló Fanndal Sturludóttir hefur keppni klukkan eitt í dag á Evrópumótinu í ólympískum lyftingum í Moldóvu. Eygló er skráð inn á mótið með bestan árangur allra keppenda í sínum þyngdarflokki.