Bandaríkjaforseti hefur endurskoðað álagningu hárra vendartolla sem hann boðaði fyrr í vikunni á vörur frá Kanada og Mexíkó, og þannig dregið úr áhrifum tollanna.
Forsætisráðherra segir þó að Ísland hafi ekki beina aðkomu að fjárstuðningi Evrópusambandsins til varnarmála, séu íslensk stjórnvöld virkur þátttakandi í öryggisvörnum í álfunni.
Fram kom á fundi hennar með forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins í morgun að aukin fjárframlög fari til Evrópuhluta Atlantshafsbandalagsins.
Skattskil veitingastaða og réttindi starfsfólks voru víða í ólagi þegar lögregla og Skatturinn heimsóttu hátt í hundrað staði síðustu daga. Einum stað var lokað.
Alþýðusamband Íslands hefur sent fyrirspurn á öll sveitarfélög landsins um hvernig þau haga ræstingarmálum, hvort þeim sé útvistað og hvort öll réttindi og samningar séu virtir.
Það skiptir mestu fyrir sauðfjárbændur að fá sanngjarnt verð fyrir vörur sínar, að sögn formanns sauðfjárbænda í Bændasamtökunum. Erfitt, en nauðsynlegt, sé að fækka sláturhúsum í landinu.
Notendur Strætó geta nálgast rauntímaupplýsingar á kortum Google og Apple. Framkvæmdastjóri Strætó segir þetta hluta af þjónustuaukningu við notendur.
Þróttur Reykjavík og KA leika til úrslita í bikarkeppni karla í blaki. Báðir undanúrslitaleikirnir fóru í oddahrinu. Í dag ræðst það hvaða lið leika til úrslita í kvennaflokki og úrslitaleikirnir eru á morgun.