Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 1. febrúar 2025

Aðgengi mikilvægum gögnum heilbrigðiskerfisins er háð netsambandi við útlönd. Þó gögnin séu vistuð hér á landi læsast þau inni ef sambandið rofnar, segir sérfræðingur hjá Landlækni.

Kennarar hafa ekki ákveðið hvort þeir fallist á tillögu ríkissáttasemjara. Þeir hafa fundað stíft í morgun en sáttasemjari hefur boðað samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga til fundar klukkan eitt.

Krapaflóð féllu á Austfjörðum í nótt og í morgun og þar er óvissustig í gildi. Hættustig vegna ofanflóða á Patreksfirði var fellt úr gildi laust fyrir hádegi. Íbúar sem þurftu rýma hús sín í gærkvöld geta því snúið aftur heim.

Landamæri Gaza Egyptalandi voru opnuð í morgun í fyrsta sinn í átta mánuði og tugir særðra og veikra Palestínumanna voru fluttir á spítala í Egyptalandi. Ísraelar hafa látið nokkra tugi Palestínumanna úr haldi í morgun og Hamas þrjá gísla.

Forsætisráðherra segir það ekki koma til greina selja Landsbankann. Sala Íslandsbanka verður skoðuð á vorþingi.

Bandaríkjaforseti ætlar hækka skatta á Kína, Kanada og Mexíkó í mánuðinum. Evrópusambandsríki finna fyrir tollahækkunum bandarískra stjórnvalda á næstunni.

Slökkvilið höfuðborgarborgarsvæðisins sinnti hátt í þrjátíu útköllum á nokkrum klukkustundum í nótt vegna vatnsleka. Það flæddi upp úr klósettum í Hafnarfirði þegar úrkoman var hvað mest í nótt.

Frumflutt

1. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,