ok

Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 7. janúar 2025

Formaður félags framhaldsskólakennara hefur áhyggjur af því hversu lítið miðar í kjaraviðræðum kennara. Verkföll eru boðuð aftur í byrjun febrúar.

Að minnsta kosti 95 fórust í hörðum jarðskjálfta í Tíbet í nótt. Skjálftinn fannst á Indlandi og í Nepal.

Formaður Flokks fólksins segir að ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að taka ekki sæti á þingi hafi komið á óvart. Hún hlakkaði til að takast á við Bjarna í stjórnarandstöðu.

Forseti Frakklands og borgarstjóri Parísar voru meðal þeirra sem minntust í morgun árásarinnar á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo. Tveir vígamenn myrtu tólf starfsmenn þar í janúar 2015. Fleiri hermdarverk fylgdu í kjölfarið í Frakklandi.

Umhverfisráðherra segist hafa áhyggjur af minni sölu rafbíla, en telur ekki rétt að afnema virðisaukaskatt af þeim á ný. Verið sé að skoða hvernig styrkir til kaupa á rafbílum dreifast eftir tekjum.

Fyrsti leiðangur til loðnurannsókna á þessu ári er áformaður öðru hvoru megin við næstu helgi. Skip Hafrannsóknastofnunar heldur þá austur fyrir land og fleiri skip bætast í hópinn þegar líður á mánuðinn.

Donald Trump yngri er á leiðinni til Grænlands. Heimsókn hans þykir athyglisverð í ljósi áhuga föður hans, og verðandi Bandaríkjaforseta, á að kaupa Grænland.

Aron Pálmarsson er meiddur á kálfa og leikur ekki með Íslandi í riðlakeppni HM í handbolta. Landsliðsþjálfarinn reiknar ekki með Aroni fyrr en í fyrsta lagi í milliriðlakeppninni.

Frumflutt

7. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,