ok

Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 4. janúar 2025

Einkaleyfissala og samkeppni fer ekki saman, segir aðstoðarforstjóri ÁTVR. Netverslanir séu helsta ástæða þess að sala á áfengi hjá ÁTVR dróst saman um rúm fjögur prósent í fyrra.

Enn er talin hætt á flóðum við Hvítá í Árnessýslu vegna ísstíflu sem hefur byggst upp í ánni. Litlar breytingar hafa orðið á vatnshæð sem er sú mesta frá því mælingar hófust.

Staðsetningarbúnaður fannst í fatnaði ellefu barna í Svíþjóð sem talið er að hafið verið haldið í einangrun frá samfélaginu um árabil. Réttarhöld yfir foreldrum barnanna hófust í Gautaborg í gær.

Eitt og hálft ár er síðan nýr forstöðumaður tók við íbúakjarna fyrir fatlaða í Reykjavík. Fyrrum forstöðumaður fer þó enn með fjármuni íbúanna og losnar ekki við prókúruna. Velferðarsvið borgarinnar segist ekkert geta gert.

Kostnaður við húshitun getur verið rúmlega þrefalt hærri á Grenivík en víða á Suðurlandi. Samkvæmt samanburði Byggðastofnunar var raforkugjald í þéttbýli í fyrra hæst hjá Orkubúi Vestfjarða.

Formaður landstjórnar Grænlands ýjaði að sjálfstæði landsins í nýársávarpi sínu. Þetta segir formaður nefndar sem skilaði af sér tillögu að stjórnarskrá Grænlands fyrir tveimur árum.

Elsta kona heims er látin 116 ára. Hún var japönsk. Þar er mikið langlífi en hátt í hundrað þúsund Japanar eru eldri en hundrað ára.

Frumflutt

4. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,